Arnarlax og Aldan hefja þróunarsamstarf um nýsköpun í öryggisstjórnun fiskeldis í sjó
Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax og nýsköpunarfyrirtækið Alda Öryggi hafa gengið til formlegs samstarfs um að innleiða Öldu öryggisstjórnunarkerfið um borð í alla þjónustubáta og fóðurpramma Arnarlax. Samstarfið markar tímamót í öryggismálum fiskeldisstarfsemi á sjó og er stórt skref í að efla öryggisstjórnun og öryggismenningu í greininni.
Með innleiðingu Öldu mun kerfið halda utan um nýliðaþjálfun, björgunaræfingar og reglubundnar öryggisúttektir um borð í þjónustubátum og fóðurprömmum Arnarlax. Jafnframt verður atvikaskráning sjómanna stafræn í gegnum ATVIK-sjómenn sem tryggir skilvirka greiningu og eftirfylgni öryggisatvika.
Arnarlax mun gegna lykilhlutverki í þróuninni með því að aðlaga Ölduna að öryggisáskorunum í fiskeldisstarfsemi á sjó. Sjómenn fyrirtækisins verða virkir þátttakendur í að móta og þróa lausnir sem mæta raunverulegum aðstæðum og þörfum þeirra. Slík nálgun er lykillinn að árangri í þróunarsamstarfinu þar sem öryggismál verða ríkari hluti af störfum sjómanna og efla öryggismenningu fyrirtækisins.
„Við erum afar spennt fyrir því að taka þátt í þessu þróunarverkefni með Öldunni. Öryggismál eru forgangsatriði hjá okkur og með þessari nýsköpun tryggjum við betri vinnuaðstæður og aukið öryggi fyrir okkar sjómenn,“ segir Silja Baldvinsdóttir gæðastjóri Arnarlax.
Gísli Níls Einarsson, framkvæmdastjóri Öldunnar tekur undir mikilvægi samstarfsins: „Við erum afar þakklát fyrir mikinn áhuga og frumkvæði Arnarlax á að þróa Ölduna enn frekar fyrir fiskeldisstarfsemi. Með virkri þátttöku sjómanna Arnarlax tryggjum við að kerfið verði að fullu aðlagað að raunverulegum starfsaðstæðum þeirra og stuðli að aukinni öryggisvitund með markvissri nýliðaþjálfun, öryggiseftirliti, björgunaræfingum sem stuðla enn betri öryggismenningu í fiskeldi í sjó.“
Með þessu samstarfi stíga Arnarlax og Aldan stórt skref í átt að nýsköpun á stafrænum öryggislausnum sem efla öryggi í íslenskri fiskeldisstarfsemi og marka ný viðmið fyrir framtíð greinarinnar.
Til að fá frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við
Silja Baldvinsdóttir, gæðastjóri hjá Arnarlax. gsm: 616-7815
Gísli Níls Einarsson, framkvæmdastjóri hjá Öldu Öryggi. Gsm.837-7700
— English —
Arnarlax and Aldan Initiate Development Collaboration on Innovation in Marine Aquaculture Safety Management
The aquaculture company Arnarlax and the innovation company Alda Öryggi have entered into a collaboration to implement Alda’s safety management system aboard all Arnarlax service vessels and feed barges. This partnership marks a milestone in the safety management of marine aquaculture operations and represents a significant step in strengthening safety culture within the industry.
With the implementation of Alda, the system will oversee new employee training, rescue drills, and regular safety inspections aboard Arnarlax’s service vessels and feed barges. Additionally, the incident reporting process for crew members will become fully digital through the ATVIK system, ensuring efficient analysis and follow-up of safety incidents.
Arnarlax will play a key role in the development by adapting Alda to the specific safety challenges of marine aquaculture. The company’s crew members will actively participate in shaping and refining solutions that align with real-life conditions and their operational needs. This hands-on approach is essential for the success of the collaboration, as it integrates safety more deeply into daily work and further enhances the company’s safety culture.
“We are very excited to take part in this development project with Alda. Safety is our top priority, and through this innovation, we ensure better working conditions and increased safety for our crew,” says Silja Baldvinsdóttir, Quality Manager at Arnarlax.
Gísli Níls Einarsson, CEO of Alda Öryggi, highlights the importance of the partnership:
“We are very grateful for Arnarlax’s strong interest and initiative in further developing Alda for aquaculture operations. With the active participation of Arnarlax crew members, we ensure that the system is fully adapted to their real working conditions, strengthening safety awareness through structured new employee training, safety monitoring, and rescue drills – all of which contribute to a stronger safety culture in marine aquaculture.”
Through this collaboration, Arnarlax and Alda are taking a major step toward innovation in digital safety solutions, enhancing safety in Icelandic aquaculture operations and setting new standards for the future of the industry.
For more information, please contact:
– Silja Baldvinsdóttir, Quality Manager at Arnarlax – Phone: 616-7815
– Gísli Níls Einarsson, CEO of Alda Öryggi – Phone: 837-7700