Tilkynning um aflúsun á Eyri
Tilkynning um aflúsun
Frá og með miðvikudegi/fimmtudegi í þessari viku mun Arnarlax í samvinnu við Matvælastofnun nota Salmosan vet (Azamethiphos) aflúsunarefni um borð í brunnbát til að aflúsa allar 11 kvíar á eldisstöð sinni Eyri í Patreksfirði. Ein kví í einu verður meðhöndluð um borð í brunnbát.
Fiski verður dælt um borð í brunnbát og aflúsaður þar. Efni verður sett í blöndunartank um borð í brunnbát og blandað með fersku vatni og svo blandað í brunnana með sjó. Meðferð stendur yfir í brunnum í 3klst. Fylgst verður vel með súrefni og fiskivelferð á meðan á meðferð stendur. Meðferðarvatn verður losað fyrir utan Patreks- og Tálknafjarðarflóa til að lágmarka umhverfisáhrif.
Salmosan er efni sem vinnur á laxalús og verður sett í brunna í litlu magni eða 0,27gr. í hverja 1.000 lítra af meðferðarvatni.
Gul flögg verða sett upp á svæðinu á meðan á meðferð stendur.
Matvælastofnun og Fiskisjúkdómanefnd hafa heimilað umbeðna lyfjameðhöndlun.
Nánari upplýsingar veitir Kristian Leander Gillebo Sormo, stjórnandi sjódeildar: kristians@arnarlax.is
Fjölmiðlaupplýsingar gefur Björn Hembre, forstjóri Arnarlax: bjorn@arnarlax.is

