Home > Uncategorized > Tilkynning um aflúsun í kví 12 á Vatneyri

Tilkynning um aflúsun í kví 12 á Vatneyri

Tilkynning um aflúsun

Þann 19. nóvember mun Arnarlax í samvinnu við Matvælastofnun nota Alphamax vet (deltamethrin)) aflúsunarefni í einni kví á eldisstöð sinni við Vatneyri í Patreksfirði.

Alphamax er efni sem vinnur á laxalús og verður sett í kvíar í mjög litlu magni. Alphamax sem inniheldur deltamethrin verður blandað með sjó og sett í eina kví af 12 kvíum á eldissvæðinu.

Þessi kví var ein af þeim átta sem átti að vera meðhöndluð dagana 17. -26. október, skv. tilkynningu frá 13. október, þegar aflúsun fór fram á svæðinu en var ekki meðhöndluð. Verður hún því meðhöndluð ein og sér þann 19. nóvember.

Gul flögg verða sett upp á svæðinu á meðan á meðferð stendur.

Matvælastofnun og Fiskisjúkdómanefnd hafa heimilað umbeðna lyfjameðhöndlun.

Verður kví klædd með sérstökum poka sem kemur í veg fyrir öll vatnaskipti úr kvínni, Alphamax sett út í kví og látið vera í 40-60 mínútur. Að því loknu er efnið orðið óvirkt og er þá poki fjarlægður.

 

Nánari upplýsingar veitir Silja Baldvinsdóttir gæðastjóri Arnarlax: silja@arnarlax.is

Fjölmiðlaupplýsingar gefur Björn Hembre, forstjóri Arnarlax: bjorn@arnarlax.is