Þrjú ný í framkvæmdarstjórn Arnarlax
Arnarlax tilkynnir breytingar í framkvæmdastjórn félagsins, Rúnar Ingi Pétursson tekur við sem framkvæmdastjóri yfir fiskvinnslu félagsins, Hjörtur Methúsalemsson og Karen Ósk Pétursdóttir koma tvö ný inn í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Hjörtur Methúsalemsson (33) hefur starfað sem verkefnastjóri í viðskiptaþróunardeild Arnarlax síðan í apríl 2021 og verður nú yfirmaður viðskiptaþróunardeildar. Hjörtur hefur starfað í fiskeldi á Íslandi frá 2017, áður hjá Arnarlaxi og hjá Matvælastofnun. Hjörtur lauk meistaragráðu í líffræði með sérhæfingu í fiskeldi frá Háskólanum í Bergen í Noregi haustið 2023.
Karen Ósk Pétursdóttir (39) hefur starfað sem mannauðsstjóri fyrirtækisins frá því í lok júlí 2022. Karen er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í skattarétti og reikningsskilum frá HÍ auk þess er hún með MSc í mannauðsstjórnun frá sama skóla. Áður en Karen kom til Arnarlax starfaði hún hjá Bandalagi Háskólamanna sem sérfræðingur í kjaramálum og þar áður hjá Kjarafélagi Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga frá árinu 2014.
Rúnar Ingi Pétursson (29) hefur tekið við sem framkvæmdarstjóri fiskvinnslu hjá Arnarlax. Rúnar er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur hann starfað sem framleiðslustjóri hjá Arnarlax síðan í maí 2021.
“I am pleased to announce the promotion of Hjörtur, Karen, and Rúnar to the executive management of Arnarlax. Their hard work and dedication have played a significant role in the development of our company. I am confident they will continue to drive innovation and growth within our organization.” – Björn Hembre, Forstjóri Arnarlax