Home > Uncategorized > Tilkynning um aflúsun á Eyri og Vatneyri í Patreksfirði

Tilkynning um aflúsun á Eyri og Vatneyri í Patreksfirði

Í þessari viku mun Arnarlax í samvinnu við Matvælastofnun nota Slice vet. (Emamectin benzoate) lyfjafóður á eldissvæðum sínum við Eyri og Vatneyri í Patreksfirði. 

Slice vet. inniheldur lítið magn af emamectin benzoate og verður notað í alls 25 kvíar (13 kvíar á Vatneyri og í 12 kvíar á Eyri).

Gul flögg verða sett upp á svæðinu á meðan á meðferð stendur.

 

Matvælastofnun og Fiskisjúkdómanefnd hafa heimilað umbeðna lyfjameðhöndlun.

 

Nánari upplýsingar veitir Silja Baldvinsdóttir, gæðastjóri Arnarlax: silja@arnarlax.is

 

Fjölmiðlaupplýsingar gefur Björn Hembre, forstjóri Arnarlax: bjorn@arnarlax.is