Home > News > Arnarlax gefur slökkviliðinu talstöðvar

Arnarlax gefur slökkviliðinu talstöðvar

Eftir stórbrunan sem átti sér stað í Norður-botni í Tálknafirði, kom í ljós að slökkviliðið þyrfti að uppfæra búnað til þess að bæta samskipti sín á milli. Leitað var til Arnarlax og var ákveðið í framhaldi af því að gefa slökkviliðinu í sameinuð sveitarfélagi Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar 28 eintök af talstöðvum sem uppfylla allar helstu kröfur til þess að sinna starfsemi þeirra á sem besta mögulegan hátt. Valdimar Bernódus Ottósson tók við talstöðvunum fyrir hönd slökkviliðsins.

“Tetra talstöðvar auka öryggi slökkviliðsmanna á brunastað til muna og gera samskipti á milli viðbragðsaðila sem skilvirkust. Þessi gjöf frá Arnarlax gerir okkur kleift að samskipti milli neyðarlínu, stjórnenda og annarra viðbragsaðila á brunastað séu þau bestu mögulegu sem búnaður í dag bíður uppá og erum við gríðarlega þakklátir fyrir það.“ segir Valdimar B. Ottósson Varðstjóri slökkviliðsins í sameinaðri Vesturbyggð. 

“Arnarlax fékk upplýsingar að slökkviliðinu bráðvantaði að eignast þennan búnað. Arnarlax er með mikla starfsemi hér á svæðinu og er það okkur mikilvægt að neyðarþjónustan hafi allan þann nauðsynlega búnað sem þarf.  Aðilar slökkviliðsins eru að mestu hlutastarfandi og leggja eigin tíma og áhættu í að gæta öryggi samfélagsins hér á sunnanverðum Vestfjörðum. Fyrirtækið ákvað því að leggja sitt af mörkum og gefa þeim 28 talstöðvar sem koma til með að bæta starfsumhverfi þeirra til muna.“ segir Jónas Heiðar Birgisson, fjármálastjóri Arnarlax.